Pedro Hipólito hættir með Fram

Pedro Hipólito verður ekki áfram með Fram.
Pedro Hipólito verður ekki áfram með Fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnudeild Fram hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við þjálfarateymi liðsins í karlaflokki. Portúgalinn Pedro Hipólito og aðstoðarmaður hans, Ólafur Brynjólfsson, verða því ekki áfram með liðið. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni. 

Í tilkynningunni kemur fram að rekstur Fram hefur verið erfiður og verður breyting á stefni félagsins. „Rekstur Fram í Inkasso-deildinni hefur verið mjög þungur. Rekstrarumhverfi félaga í knattspyrnu á Íslandi er umhugsunarefni og mun erfiðara er að fá fjármagn en áður til að halda úti öflugu liði.

Það þarf því að huga vel að öllum fjárhag og skuldbindingum. Einnig reynist erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa og hefur því mikil vinna færst á fáar hendur. Þetta kallar á ákveðnar breytingar,“ segir á heimasíðu Fram. 

Hipólito tók við af Ásmunda Arnarssyni um mitt síðasta sumar og stýrði Fram í níunda sæti. Fram hafnaði svo aftur í níunda sæti í sumar eftir afleitt gengi síðari hluta móts. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert