Vilja afsökunarbeiðni

Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá
KSÍ vegna þess sem Huginsmenn kalla „röð mistaka“ af hálfu sambandsins.

Huginn mun hins vegar ekkert aðhafast frekar vegna málsins er varðar leik liðsins við Völsung í 2. deild karla í sumar. Farið er yfir sögu málsins og meint mistök KSÍ í yfirlýsingu á Facebook-síðu Hugins þar sem segir meðal annars:

„Er það upplifun okkar að KSÍ hafi alvarlega vegið að heiðri og orðspori Hugins og er stjórn Hugins því skylt að verja félagið fyrir hönd leikmanna, stuðningsmanna og allra þeirra sem gengið hafa veginn með félaginu allt frá stofnun þess. Við óskum því eftir að KSÍ biðji félagið opinberlegrar afsökunar á sinni framkomu og röð mistaka af hálfu sambandsins í málinu öllu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert