Heimir hlynntari gervigrasinu en áður

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson, þjálfari Færeyjameistara HB í knattspyrnu og þjálfari ársins þar í landi, kveðst vera kominn á aðra skoðun en áður varðandi gervigras og lengingu tímabilsins á Íslandi eftir eitt ár í Færeyjum.

„Ég hef aldrei verið mikill gervigrasmaður en eftir að ég kom hingað, þar sem öll liðin spila á gervigrasi, fékk það mann aðeins til að hugsa þetta betur. Mótið hérna byrjaði 11. mars og það er spilað fram í síðustu helgina í október. Með því að hafa gervigrasvelli er hægt að lengja tímabilið, spila 27 umferðir, og mér finnst það svolítið skemmtilegt. Á Íslandi er verið að spila á einhverjum undirbúningsmótum yfir veturinn en ég kom hingað 8. janúar, við gátum spilað einhverja fimm æfingaleiki og svo bara byrjaði mótið.

Undirbúningstímabilið er því allt öðruvísi og það var líka krefjandi fyrir mig. En hvað þetta varðar tel ég að við getum lært ýmislegt. Ef öll liðin í Pepsi-deildinni fara á gervigras, eins og mér sýnist nú stefna í, ætti að vera hægt að fjölga leikjunum og fækka öllum þessum æfingaleikjum sem liðin spila,“ segir Heimir meðal annars í ítarlegu viðtali í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert