Ísland á leið til Katar

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson aðstoðarmaður hans.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Freyr Alexandersson aðstoðarmaður hans. Eggert Jóhannesson

Karlandsliðið í knattspyrnu hefur undanfarin ár farið í æfinga- og keppnisferðir í janúar þar sem þeir leikmenn sem eru í vetrarhléum með félagsliðum sínum hafa fengið tækifæri til að sýna sig og sanna.

KSÍ hefur ekki gefið það upp hvert förinni er heitið í janúar en samkvæmt heimildum sænska netmiðilsins fotbollskanalen stendur til að íslenska landsliðið verði í Katar eins og sænska landsliðið og það finnska.

Svíar og Finnar hafa ákveðið að spila vináttuleik í Katar 8. janúar og Svíar stefna á að spila annan leik í ferðinni og það er aldrei að vita nema að það verðir leikur á móti Íslendingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert