Ólafur Íshólm lánaður til Fram

Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson. Ljósmynd/blikar.is

Breiðablik og Fram hafa komist að samkomulagi um að markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson verði lánaður til Fram og spili með liðinu í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð.

Þetta kemur fram á blikar.is og þar kemur einnig fram að Ólafur hafi skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til loka ársins 2020.

Ólafur, sem er 23 ára gamall, lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en kom til liðsins frá Fylki þar sem hann spilaði 34 meistaraflokksleiki.

mbl.is