Lokeren lætur Arnar fara

Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Arnari Þór Viðarssyni hefur verið sagt upp störfum hjá belgíska knattspyrnuliðinu Lokeren samkvæmt sjónvarpsfréttum í Belgíu í kvöld. 

Arnar hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari liðsins en þjálfaranum, Trond Johan Sollied frá Noregi, var einnig sagt upp. Sollied fékk ekki langan tíma því hann var ráðinn til starfa í lok október. Glen De Boeck tekur við liðinu. 

Arnar tók við liðinu tímabundið þegar Peter Maes var rekinn í október en það stóð einungis í tvo daga. 

Arnar er nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu. Hann er uppalinn hjá FH en hefur verið lengi hjá Lokeren í Belgíu, áður sem leikmaður. 

Ekki hefur náðst í Arnar í dag vegna málsins. 

mbl.is