KA fær tvíbura frá Dalvík

Óli Stefán Flóventsson þjálfari með tvíburabræðrunum sem komnir eru í ...
Óli Stefán Flóventsson þjálfari með tvíburabræðrunum sem komnir eru í KA-búninga. Ljósmynd/KA-sport.is

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir hafa skrifað undir samninga til næstu þriggja ára við knattspyrnudeild KA.

Bræðurnir eru 19 ára gamlir og koma til KA frá Dalvík/Reyni eftir að leikið lykilhlutverk í að hjálpa uppeldisfélagi sínu að vinna 3. deildina síðasta sumar. Saman skoruðu þeir 14 af 27 mörkum liðsins og var Nökkvi valinn í lið ársins hjá Fótbolta.net. Þorri hefur spilað með KA í Kjarnafæðismótinu í vetur og skorað tvö mörk.

KA hefur í vetur einnig fengið til félagsins miðvörðinn unga Torfa Tímoteus Gunnarsson að láni frá Fjölni, eftir að hafa landað þremur uppöldum leikmönnum í þeim Almari Ormarssyni, Hauki Heiðari Haukssyni og Andra Fannari Stefánssyni sem allir eru komnir heim. Þá samdi KA einnig við örvfætta, norska bakvörðinn Alexander Groven og fékk til sín miðjumanninn Guðjón Pétur Lýðsson frá Íslandsmeisturum Vals.

Óli Stefán Flóventsson tók við þjálfun KA í vetur af Srdjan Tufegdzic.

mbl.is