Þórsarar fóru illa með Magnamenn

Álvaro Montejo skoraði fyrir Þór gegn Magna í dag.
Álvaro Montejo skoraði fyrir Þór gegn Magna í dag. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og burstuðu Magna þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í kvöld en leiknum lauk með 7:0-sigri Þórs.

Nacho Gil, Jakob Snær Árnason og Jónas Björgvin Sigurbergsson skoruðu allir hvor sitt markið fyrir Þór í fyrri hálfleik og staðan því 3:0 í hálfleik.

Jóhann Helgi Hannesson bætti við fjórða markinu í upphafi seinni hálfleiks áður en þeir Jakob Snær Árnason, Álvaro Montejo og Guðni Sigþórsson bættu við mörkum fyrir Þórsara undir lok leiksins og úrslitin ráðin á Akureyri.

Þórsarar byrja Lengjubikarinn vel og skjótast í efsta sæti 1. riðils og eru með þrjú stig líkt og ÍA og Stjarnan en Magni er á botninum án stiga eftir fyrstu umferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert