Alfreð í landsliðshópnum

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson á fundinum í dag.
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að tilkynna landsliðshóp karla í knattspyrnu sem mætir Andorra og Frakklandi í undankeppni Evrópumótsins síðar í þessum mánuði.

Íslendingar hefja undankeppnina með leik gegn Andorra föstudaginn 22. mars og mæta síðan heimsmeisturum Frakka þremur dögum síðar.

Fimm leikmenn sem ekki voru með í síðasta stóra landsliðsverkefni í nóvember, þegar leikið var við Belgíu og Katar, koma á ný inn í hópinn en það eru Gylfi Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
57/0 Hannes Halldórsson | Qarabag
15/0 Ögmundur Kristinsson | Larissa
  5/0 Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon

Varnarmenn:
88/1 Birkir Már Sævarsson | Valur
84/3 Ragnar Sigurðsson | Rostov
73/6 Kári Árnason | Genclerbirligi
62/1 Ari Freyr Skúlason | Lokeren
26/3 Sverrir Ingi Ingason | PAOK
23/2 Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
15/1 Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar
10/1 Hjörtur Hermannsson | Brøndby

Miðjumenn:
81/2 Aron Einar Gunnarsson | Cardiff
74/10 Birkir Bjarnason | Aston Villa
71/7 Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley
64/20 Gylfi Sigurðsson | Everton
53/3 Rúrik Gíslason | Sandhausen
25/5 Arnór Ingvi Traustason | Malmö
19/1 Rúnar Már Sigurjónsson | Grasshoppers
11/0 Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt
10/3 Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
  2/0 Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva

Sóknarmenn:
52/15 Alfreð Finnbogason | Augsburg
17/1 Björn Bergmann Sigurðarson | Rostov

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Antoine Griezmann.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Antoine Griezmann. AFP
mbl.is