Eini atvinnumaðurinn er í Noregi

Frá landsliðsæfingu á Spáni.
Frá landsliðsæfingu á Spáni. mbl.is/Sindri

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir áhugamönnum í íþróttinni þegar liðið sækir Andorra heim annað kvöld í Andorra la Vella. Ekki svo að skilja að leikmenn Andorra kunni ekki fótbolta, en aðeins einn þeirra getur þó kallast atvinnumaður í íþróttinni og sá mun spila í norsku B-deildinni í ár.

Þetta segir Joan López, íþróttafréttamaður í Andorra sem Morgunblaðið ræddi við. Landsliðshópur Andorra var ekki formlega kynntur fyrr en í gær, sem er afar óvenjulegt í samanburði við þann hátt sem hafður er á í öðrum löndum. Þetta er þó sennilega auðveldara hjá landsliði þar sem langstærsti hluti leikmanna spilar með félagsliðum í heimalandinu. Aðeins 20 leikmenn eru í hópnum en ekki 23 eins og tíðkast hjá öðrum landsliðum.

Marc Vales er eini atvinnumaðurinn í Andorra, en hann er liðsfélagi Emils Pálssonar og Viðars Ara Jónssonar hjá Sandefjord, sem féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra. Áður var þessi 28 ára miðvörður hjá SJK í Finnlandi, liðinu sem féll út gegn KR í forkeppni Evrópudeildarinnar árið 2017.

Nánar er fjallað um landsleik Andorra og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »