Glæpagengi rændi starfsmann RÚV

Haukur Harðarson og Vilhjálmur Siggeirsson, til hægri á mynd, verða ...
Haukur Harðarson og Vilhjálmur Siggeirsson, til hægri á mynd, verða að störfum fyrir RÚV á Stade de France í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Óprúttnir náungar réðust að Vilhjálmi Siggeirssyni, myndatökumanni RÚV, við Stade de France í gærkvöld þar sem hann var að störfum vegna landsleiks Frakklands og Íslands sem fram fer í kvöld.

Þjófarnir stálu síma Vilhjálms áður en þeir hlupu í burtu. Edda Sif Pálsdóttir, kærasta Vilhjálms og samstarfskona á RÚV, greinir frá þessu á Twitter þar sem hún varar íslenska stuðningsmenn við fyrir kvöldið.

Búist er við því að um 150-200 íslenskir stuðningsmenn verði á leiknum í París í kvöld.

mbl.is