Varnarveggur aðeins of innarlega

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk ÍA í 3:1 sigri …
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk ÍA í 3:1 sigri á KA í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Varnarveggurinn var aðeins of innarlega, ég nýtti mér það og setti boltann aðeins út fyrir,“ sagði Tryggvi Hrafn Harðarson, sem skoraði tvö mörk ÍA í 3:1 sigri á KA í dag þegar liðin áttust við í 1. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni. Fyrra markið kom þegar hann pressaði stíft á gestina og það síðara með hnitmiðuðu skoti úr aukaspyrnu. 

„Við höfum pressað mikið í vetur sem ein heild og gerðum það í dag, það virkaði vel og skilaði mér fyrsta markinu þannig. Við héldum síðan okkar hlut, þurftum ekkert að sækja og gátum haldið boltanum þangað til KA-menn pressuðu en völlurinn var þungur svo menn voru orðnir þreyttir og best að falla þá aðeins aftar,“ sagði Tryggvi Hrafn.

„Við erum vissulega nýliðar í deildinni en margir hafa spilað áður í efstu deild og eiga að vera í þessari deild.  Við höfum sett okkur markmið og gerum allt til að ná þeim en ætlum ekki að vera í fallbaráttu. Menn hafa beðið eftir þessu í marga mánuði, loksins brestur mótið og það eru allir spenntir hvort sem það eru leikmenn, starfsfólk eða stuðningsmenn.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert