Enn tapa meistarar Valsara

Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmark Breiðabliks gegn Val.
Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmark Breiðabliks gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Andri Rafn Yeoman skaut Breiðabliki upp í annað sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar hann skoraði sigurmark leiksins í 1:0-sigri Blika gegn Val í 6. umferð deildarinnar á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær.

Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu með réttu að vera yfir í hálfleik en Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Valsmanna og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu sem Blikar komust yfir með marki frá Andra Rafni sem tryggði Blikum dýrmæt þrjú stig.

Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks og það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér þrjú stig á Hlíðarenda. Þeir pressuðu Valsmenn hátt á vellinum og unnu boltann trekk í trekk af Íslandsmeisturunum. Þórir Guðjónsson fékk tvö sannkölluð dauðafæri til þess að skora og framherjinn hefði sofið illa í nótt ef Blikar hefðu ekki farið með sigur af hólmi. Kolbeinn Þórðarson var mjög öflugur á miðsvæðinu hjá Blikum og stýrði sóknarleiknum af mikilli yfirvegun og þá voru sóknarmenn liðsins afar duglegir í vörn jafnt sem sókn.

Fjallað er um alla leiki helgarinnar í Pepsi Max-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »