Mist með slitið krossband

Mist Edvardsdóttir leikur ekki meira með Valsliðinu í sumar.
Mist Edvardsdóttir leikur ekki meira með Valsliðinu í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Mist Edvardsdóttir, miðjumaður Vals, í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er með slitið krossband leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Mist kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í 5:1-sigri Vals gegn Keflavík í síðustu umferð í Keflavík en meiddist fljótlega eftir að hún kom inn á.

Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem Mist slítur krossband í hné en hún hefur verið afar óheppin með meiðsli á sínum ferli. Valur er í efsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 25 stig þegar deildin er hálfnuð, jafn mörg stig og Breiðablik, en betri markatölu. 

mbl.is