Sá brasilíski yfirgefur Mosfellsbæ - Spánverji í staðinn

Roger Bonet er mættur til Aftureldingar.
Roger Bonet er mættur til Aftureldingar. Ljósmynd/@umfafturelding

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur komist að samkomulagi um starfslok við brasilíska varnarmanninn Romario Leiria sem kom til félagsins í vor og lék með liðinu í 1. deild karla.

Romario hefur misst mikið úr vegna meiðsla og er nú farinn heim til Brasilíu en þetta kemur fram á twitter-síðu Aftureldingar.

Romario, sem er 27 ára gamall, lék fjóra leiki fyrir Aftureldingu sem er næstneðst í 1. deildinni.

Í stað hans er spænskur leikmaður kominn til félagsins, 24 ára varnarmaður, Roger Bonet að nafni. Hann hefur leikið í heimalandinu til þessa, síðast með Formentera í D-deildinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert