Strákarnir höfðu betur gegn Lettum

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U18 ára landslið karla í fótbolta hafði betur gegn Lettlandi, 2:1, er liðin mættust í æfingaleik ytra í dag. Danijel Dejan Djuric gerði bæði mörk íslenska liðsins. 

Fyrra markið kom á 53. mínútu eftir undirbúning Mikaels Egils Ellertssonar, leikmanns SPAL á Ítalíu. Það síðara kom á 62. mínútu. Danijel Dejan, sem leikur með unglingaliði Midtjylland í Danmörku, stakk sér þá í gegn eftir sendingu frá Elmari Þór Jónssyni úr Þór á Akureyri og skoraði.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn og hefst sá leikur kl. 11:00 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert