Helgi og Þorvaldur dæma stórleikina

Helgi Mikael Jónasson dæmir leik FH og KR sem fram …
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik FH og KR sem fram fer í Hafnarfirðinum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnudómararnir Helgi Mikael Jónasson og Þorvaldur Árnason munu dæma undanúrslitaleikina í bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarnum, en þetta var staðfest í dag. Helgi Rafn mun dæma leik FH og KR sem fram fer í kvöld í Kaplakrika og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og fjórði dómari verður Egill Arnar Sigurþórsson.

Þorvaldur mun dæma leik Víkings og Breiðabliks sem fram fer í Fossvoginum á morgun en honum til aðstoðar verða þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon. Jóhann Ingi Jónsson verður fjórði dómari en úrslitaleikur bikarkeppninnar fer fram 14. september.

mbl.is