KR sótti þrjú stig til Keflavíkur

Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í fyrri leik liðanna í …
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík og KR mættust á Nettó-vellinum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag þar sem KR uppskar 2:1-sigur.

„Lognið“ í Keflavík var á fleygiferð þennan daginn og blautt í veðri sem hafði vissulega áhrif á gæði leiksins. Það dró til tíðinda strax á 8. mínútu þegar Grace Maher skoraði fyrir KR. KR spilaði með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og var ákveðin einstefna að marki Keflavíkur fyrir hlé. 

En Keflavík komst nokkuð óvænt í skyndisókn undir lok hálfleiksins og Amelía Rún Fjeldsted skoraði og jafnaði á 35. mínútu leiksins. 1:1 stóðu leikar í hálfleik.

Það var svo vítaspyrna í seinni hálfleik sem Katrín Ómarsdóttir skoraði úr sem skildi liðin að í lokin og KR sigraði 2:1. 

KR er nú með 16 stig í sjötta sætinu en Keflavík er í fallsæti með 10 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Keflavík 1:2 KR opna loka
90. mín. Katrín Ómarsdóttir (KR) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert