Pétur með flautuna í bikarúrslitum

Pétur Guðmundsson dæmir bikarúrslit.
Pétur Guðmundsson dæmir bikarúrslit. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Pétur Guðmundsson dæmir leik Víkings R. og FH í bikarúrslitum karla í fótbolta á Laugardalsvelli kl. 17 á laugardag. Verður þetta í fyrsta skipti sem Pétur dæmir bikarúrslitaleik. 

Aðstoðardómarar verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Pétur, Birkir og Gylfi dæmdu leik Þórs og Fjölnis í Inkasso-deildinni um síðustu helgi í undirbúningi fyrir úrslitaleikinn. 

Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Hægt er að nálgast miða á úrslitaleikinn með því að smella hér

mbl.is