KA fær Spánverja frá Grindavík

Rodrigo Gómez í leik með Grindavík gegn KR.
Rodrigo Gómez í leik með Grindavík gegn KR. mbl.is/Árni Sæberg

Rodrigo Gómez hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Rodrigo er þrítugur Spánverji sem kemur til KA frá Grindavík þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015 en spilaði áður með Sindra á Hornafirði. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Grindvíkingum og lék alls 92 leiki fyrir félagið.

KA sendi frá sér fréttatilkynningu í, þar sem kemur fram að félagið vænti til mikils af Rodrigo, sem gat ekki komið í veg fyrir að Grindavík félli úr efstu deild á síðustu leiktíð. 

„Rodrigo er varnarsinnaður miðjumaður og ætlumst við í KA til mikils af honum. Hann þekkir íslenska boltann gríðarlega vel eftir tíma sinn með Grindavík og ætti því að smella vel inn í hópinn. Við bjóðum Rodrigo velkominn í KA,“ segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert