Mikael með til Tyrklands - Emil og Birkir Már ekki valdir

Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið í landsliðinu þegar hann skoraði gegn …
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið í landsliðinu þegar hann skoraði gegn Andorra í síðasta landsleik. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Hinn 21 árs gamli Mikael Anderson er í 23 manna landsliðshópnum í fótbolta sem Erik Hamrén hefur valið fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM, gegn Tyrklandi og Moldóvu 14. og 17. nóvember.

Emil Hallfreðsson, sem verið hefur án félags síðan í sumar, missir sæti sitt í hópnum, sem og Birkir Már Sævarsson sem var í hópnum gegn Frakklandi og Andorra.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru ekki í hópnum vegna meiðsla en Rúnar Már Sigurjónsson, sem líkt og Jóhann meiddist í landsleik gegn Frökkum í síðasta mánuði, er í hópnum. Aron Elís Þrándarson, sem kom inn í hópinn á milli leikjanna við Frakkland og Andorra, heldur sæti sínu.

Fyrrnefndur Mikael hefur þótt leika vel með U21-landsliði Íslands og á að baki 13 leiki fyrir það lið, auk vináttulandsleiks gegn Indónesíu fyrir A-landsliðið fyrir tæpum tveimur árum. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum með Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin Magnússon er með á ný eftir meiðsli. Rúnar Alex Rúnarsson snýr svo aftur í hópinn í stað Ingvars Jónssonar eftir að hafa þurft að draga sig út úr hópnum í síðasta mánuði þegar hann varð pabbi.

Landsliðshópurinn:

Mark­menn:
65/​​0 Hann­es Þór Hall­dórs­son | Val­ur
15/​​0 Ögmund­ur Krist­ins­son | Larissa
  5/​​0 Rún­ar Alex Rún­ars­son | Dijon

Varn­ar­menn:
92/​​5 Ragn­ar Sig­urðsson | Rostov
80/​​6 Kári Árna­son | Vík­ing­ur Reykja­vík
70/​​1 Ari Freyr Skúla­son | Oost­ende
28/​​3 Sverr­ir Ingi Inga­son | PAOK
26/​​2 Hörður Björg­vin Magnús­son | CSKA Moskva
16/​​1 Jón Guðni Fjólu­son | Krasnod­ar
14/​​1 Hjört­ur Her­manns­son | Brønd­by
13/​​0 Guðlaug­ur Victor Páls­son | Darmsta­dt

Miðju­menn:
82/​​12 Birk­ir Bjarna­son | Al Arabi
72/​​21 Gylfi Þór Sig­urðsson | Evert­on
32/​​5 Arn­ór Ingvi Trausta­son | Mal­mö
25/​​1 Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son | Ast­ana
  7/​0 Samú­el Kári Friðjóns­son | Vik­ing
  6/​​1 Arn­ór Sig­urðsson | CSKA Moskva
  4/​​0 Aron Elís Þrándarson | Aalesund
  1/0 Mikael Anderson | Midtjylland

Sókn­ar­menn:
56/15 Alfreð Finnbogason | Augsburg
54/​​26 Kol­beinn Sigþórs­son | AIK
46/​​3 Jón Daði Böðvars­son | Millwall
23/​​3 Viðar Örn Kjart­ans­son | Ru­bin Kaz­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert