Trúði á gullkynslóðina og borgaði upp ferðina

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir gegn Danmörku á …
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir gegn Danmörku á EM U21 á sínum tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á leið minni frá Árósum til Álaborgar 18. júní 2011, í rútu fullri af hressum Íslendingum, var komið við á bensínstöð. Þar inni rak ég augun í danskan 1x2-bás og ákvað að skoða hver stuðullinn væri á að Ísland ynni nú Christian Eriksen og félaga í liði heimamanna, á EM U21-landsliða í fótbolta. Í ljós kom að trúin á íslenska liðið virtist sáralítil, stuðullinn á sigur íslensku gullkynslóðarinnar var að minnsta kosti 6-7, nema þá að talan hafi stækkað eins og lax eftir því sem ég rifja þetta oftar upp.

Ég hafði óbilandi trú á íslensku strákunum og borgaði upp ferðina með því að veðja á leikinn, enda unnu þeir 3:1-sigur og voru að lokum aðeins einu marki frá því að komast í undanúrslit EM með tilheyrandi möguleika á sæti á Ólympíuleikunum.

Síðan þá hef ég eins og margir Íslendingar áfram haft nánast óbilandi trú á íslenska liðinu, sem enda hefur komist í lokakeppni EM og HM og staðið sig vel á báðum mótum.

Sjá bakvörð Sindra í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert