Verður líklega áfram í Breiðabliki

Ólafur Ingi Skúlason eltir Höskuld Gunnlaugsson í leik Fylkis og …
Ólafur Ingi Skúlason eltir Höskuld Gunnlaugsson í leik Fylkis og Breiðabliks í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson mun líklega spila með Breiðabliki í sumar en hann lék í Kópavoginum síðasta sumar að láni frá Halmstad í Svíþjóð. Hann vill ekki snúa aftur til Halmstad en Höskuldur greindi frá þessu í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net.

„Ég er enn þá á samningi hjá Halmstad en fer ekki þangað aftur, það er 99% klárt. Lánssamningurinn við Breiðablik var út árið 2019 og nú er ég samningsbundinn Halmstad til júní. Það er í vinnslu og ferli að ganga frá riftunarákvæði þar,“ sagði Höskuldur meðal annars í viðtalinu. Svo bætti hann við að „allar líkur eru á því“ á hann fari aftur í Breiðablik.

Hösk­uld­ur kann­ast vel við sig í Kópa­vogi enda upp­al­inn hjá Breiðabliki þar sem hann var í stóru hlut­verki áður en hann var seld­ur til Halmstad um mitt sum­arið 2017. Hann spilaði 20 leiki fyrir Blika í efstu deild á síðustu leiktíð og skoraði í þeim sjö mörk en liðið hafnaði í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert