Reykjavíkur-Víkingar með fullt hús

Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrra mark Víkings.
Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrra mark Víkings. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Víkingur Reykjavík gerði góða ferð í Reykjaneshöllina og vann 2:0-sigur á Keflavík í 2. riðli Lengjubikars karla í fótbolta í dag. Víkingur hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa en liðið byrjaði á 5:0-sigri á Magna í síðustu viku. 

Ágúst Eðvald Hlynsson kom Víkingi yfir á 5. mínútu og annað markið gerði Helgi Guðjónsson á 80. mínútu. 

Víkingur er í toppsæti riðilsins með sex stig, KA er með fjögur, Keflavík þrjú, Fylkir eitt og Fram og Magni eru án stiga. 

Viktor Jónsson var á skotskónum hjá ÍA.
Viktor Jónsson var á skotskónum hjá ÍA. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Í 1. riðli hafði ÍA betur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Akraneshöllinni, 3:0. Hinn 19 ára gamli Gísli Laxdal Unnarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og þeir Viktor Jónsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson bættu við mörkum í seinni hálfleik.

Hlynur Sævar Jónsson hjá ÍA fékk beint rautt spjald á 77. mínútu og Mykolas Krasnovskis fékk sitt annað gula spjald á lokamínútunni. 

Breiðablik er í toppsæti riðilsins með sex stig, KR, sem á leik til góða, er í öðru sæti með þrjú, eins og ÍA. Afturelding og Leiknir Fáskrúðsfirði eru með eitt stig hvort og Leiknir Reykjavík er stigalaus á botninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert