Dúkurinn á leiðinni til landsins

Laugardalsvöllurinn leit svona út fyrir rúmri viku síðan.
Laugardalsvöllurinn leit svona út fyrir rúmri viku síðan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dúkurinn sem mun eiga stóran þátt í að Laugardalsvöllur verði leikfær þegar Ísland og Rúmenía mætast í umspili um sæti á lokamóti EM karla í fótbolta í næsta mánuði er á leiðinni til landsins. 

Um er að ræða hitatjald sem blásið verður upp til að hlífa vellinum fyrir íslenska vetrinum og blása heitu lofti á grasið. Knattspyrnusamband Íslands hefur áður leigt sama dúk, en hann var á vellinum fyrir leik Íslands og Króatíu fyrir umspil HM 2014. 

Leikur Rúmeníu og Íslands verður spilaður 26. mars og mætir sigurliðið annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni. 

Kostnaðurinn við að undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir leikinn er um 70 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert