Meistarar á sigurbraut

Aron Bjarki Jósepsson jafnar metin fyrir KR á Akranesi í …
Aron Bjarki Jósepsson jafnar metin fyrir KR á Akranesi í gær. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Íslandsmeistarar KR eru komnir aftur á beinu brautina í úrvasldeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir óvænt tap á heimavelli í síðustu umferð gegn HK.

Vesturbæingar heimsóttu Akranes í 3. umferð deildarinnar í gær þar sem liðið fór með 2:1-sigur af hólmi eftir að hafa lent 1:0-undir í leiknum. KR-ingar sýndu mátt sinn og styrk og innbyrtu sigur þrátt fyrir að lenda undir á erfiðum útivelli.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom aftur inn í byrjunarlið KR eftir að hafa misst af leiknum gegn HK en tölfræðin sannar að Vesturbæingar eru einfaldlega sterkari með varnarmanninn innanborðs.

„Eftir slæmt tap í Vesturbænum gegn HK í síðustu umferð, sem var úr karakter fyrir KR-liðið, mátti sjá glitta í mulningsvélina sem varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.

KR er með 6 stig í fimmta sæti deildarinnar en ÍA er með 3 í sjötta sætinu.

*Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, skoraði sitt 20. mark í efstu deild í 66 leikjum. Þetta var hans fjórða mark fyrir KR frá því hann gekk til liðs við félagið í júlí síðasta sumar en hin 16 mörkin skoraði hann fyrir uppeldisfélag sitt FH.

*Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, lék sinn 200. deildaleik á ferlinum. Þann 133. í efstu deild en Atli lék fyrst 67 leiki með Þórsurum í 1. deild.

*KR vann síðast 2:1-sigur í efstu deild á Skipaskaga þann 20. maí árið 2006. Þá voru það þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Grétar Ólafur Hjartarson sem skoruðu mörk KR en Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkinga í efstu deild, gerði mark Skagamanna í stöðunni 1:0.

Umfjöllunin um leikina á Íslandsmótinu og M-gjöfina má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert