Tveir fluttir á sjúkrahús af völlunum

Helgi Valur Daníelsson á sjúkrabörunum í Árbænum í kvöld.
Helgi Valur Daníelsson á sjúkrabörunum í Árbænum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir reyndir leikmenn slösuðust í leikjum kvöldsins í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, og voru fluttir á sjúkrahús.

Pétur Viðarsson, varnarmaður úr FH, sem lék sinn fyrsta leik á tímabilinu, fékk slysalegt höfuðhögg í návígi í fyrri hálfleik gegn Víkingi í Fossvoginum. Hann virtist fá fót í höfuðið þar sem hann lá á vellinum og þurfti talsverða aðhlynningu áður en hann fór af velli.

Helgi Valur Daníelsson úr Fylki slasaðist á fæti snemma í seinni hálfleik gegn Gróttu í Árbænum og samkvæmt fyrstu fréttum er óttast að hann hafi fótbrotnað. Helgi Valur er 38 ára gamall fyrirliði Fylkismanna og elsti útispilarinn í deildinni í ár.

mbl.is