Þjálfari Þróttar í leyfi

Brynjar Gestsson á hliðarlínunni hjá Þrótti Reykjavík.
Brynjar Gestsson á hliðarlínunni hjá Þrótti Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynjar Þór Gestsson, þjálfari Þróttar Vogum, mun stíga til hliðar næstu vikurnar af persónulegum aðstæðum. „Binni er að fara í leyfi og þarf að taka sér hlé frá þjálfun í 2-4 vikur. Andy Pew, aðstoðarþjálfari liðsins stýrir liðinu í fjarveru hans,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar við Fótbolta.net. 

Brynjar tók við Þrótti af Úlfi Blandon í október á síðasta ári og hefur liðið gert tvö 1:1-jafntefli, gegn Dalvík/Reyni og Kára, í 2. deildinni í sumar. Mun Andy Pew fyrst stýra liðinu í kvöld gegn Haukum. 

Brynjar er reynslumikill þjálfari sem stýrði áður Fjarðabyggð, Víði, Þrótti Reykjavík, Hugin og ÍR. Þá þjálfaði hann Þrótt Vogum árið 2017 og kom liðinu upp í 2. deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert