Endurkomu Stjörnunnar frestað

Stjörnumenn snúa aftur á mánudag eftir viku.
Stjörnumenn snúa aftur á mánudag eftir viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan leikur sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild karla frá því 21. júní er liðið leikur við Val á útivelli mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Átti leikurinn upprunalega að fara fram sunnudaginn 12. júlí en hefur nú verið frestað um einn dag. 

Leikmenn Stjörnunnar hafa verið í sóttkví undanfarið eftir að einn leikmaður greindist með kórónuveirusmit. Var leikjum við KA, FH og KR frestað vegna þessa en liðið losnar úr sóttkví næstkomandi föstudag. 

Stjarnan hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa og er því með sex stig, fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks og með tvo leiki til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert