Arnar sagður líklegastur til að taka við KA

Arnar Grétarsson stýrði síðast Breiðabliki hér á landi.
Arnar Grétarsson stýrði síðast Breiðabliki hér á landi. Ljósmynd/Eva Björk

Arnar Grétarsson er líklegastur til að taka við karlaliði KA í fótbolta en Óli Stefán Flóventsson er hætti hjá félaginu í dag. Hefur KA aðeins fengið tvö stig í fyrstu fimm leikjunum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fótbolti.net greinir frá. 

Segir miðilinn að félagið stefni á að ráða nýjan þjálfara strax í dag, en KA-liðið á leik gegn Gróttu á laugardaginn kemur. Arnar stýrði síðast Roeselare í belgísku B-deildinni og þar á undan Breiðabliki. 

Arnar lék á sínum tíma 71 landsleik fyrir Ísland og skoraði í þeim tvö mörk. Þá lék hann sem atvinnumaður hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert