Mikill liðsstyrkur fyrir Ólafsvíkinga

Emmanuel Eli Keke
Emmanuel Eli Keke mbl.is/Hari

Knatt­spyrnu­deild Vík­ings úr Ólafs­vík hefur fengið liðsstyrk í fyrstu deildina í sumar en miðjumaðurinn Emmanuel Eli Keke er snúinn aftur til liðsins. Ólafsvíkingar tilkynntu þetta í kvöld.

Keke er frá Gana og er 25 ára gamall en hann kom til Ólafsvíkur árið 2018 og var lykilmaður í liðinu áður en hann sleit krossband á síðasta ári. Hann spilaði 40 leiki og skoraði fjögur mörk fyrir liðið í deild og bikar á síðustu tveimur leiktíðum. Hann var valinn besti leikmaður félagsins árið 2018.

mbl.is