Ætluðum ekki bara að dúndra fram

Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar
Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar mbl.is/Sigfús Gunnar

„Við ætluðum að pressa á þær, markmiðið var að halda boltanum og ekki fá þær einhvern veginn alltaf aftur í andlitið, heldur þora að halda boltanum og byggja upp spil út frá markinu okkar, ekki bara dúndra fram,“ sagði   Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir 3:0 tap fyrir Val í Garðabænum í dag þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

Þó Valur sé eitt af toppliðum deildarinnar stóðu Stjörnukonur í þeim lengi vel.  „Við náðum að halda ró og spila en það var samt einhver deyfð yfir okkur, náðum ekki að skapa mikið af færum þó við héldum boltanum því náðum einhvern veginn ekki að tengja vörnina við sóknina.“ 

„Mér finnst þriggja marka sigur hjá Val aðeins of mikið en líklega átti liðið þetta skilið, það er skipulagt og sterkt í í skyndisóknum. Þegar annað markið kom hjá þeim dró aðeins af okkur og við náðum ekki að tengja liðið saman og ekki mikið í gangi.   Samt langaði okkur í meira og við vildum meira,“ bætti fyrirliðinn við.

mbl.is