Sigur seiglunnar hjá Fylki

Fylkismaðurinn Sam Hewson og Víkingurinn Erlingur Agnarsson.
Fylkismaðurinn Sam Hewson og Víkingurinn Erlingur Agnarsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fylkismenn voru yfirvegaðir og ákveðnir þegar Víkingar sóttu þá heim í Árbæinn í kvöld og uppskáru 2:1 sigur þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.  Með sigrinum og eftir önnur úrslit dagsins fór Árbæjarliðið upp í 4. sæti deildarinnar.

Leikurinn var rólegur fyrstu mínúturnar en svo jókst hraðinn, Fylkismenn með þyngri sóknir en Víkinga sneggri fram völlinn.  Fyrstu alvarlegu komu þó ekki fyrr en á 18. og 20. mínútur þegar Þórður Gunnar Hafþórsson þegar hann átti glæsilegt skot efst í stöngina og síðan tveimur mínútum síðar annað ofan á slánna. 

Markið kom hinsvegar ekki fyrr en á 27. mínútu þegar varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson skallaði boltann inn af stuttu færi, gnæfði yfir í teignum.  Víkingar urðu fyrir smá áfalla, þegar hér var komið við sögu voru bæði sóknarmaðurinn Kwame Quee og varnarjaxlinn Kári Árnason farið útaf meiddir, auðvitað komu aðrir inná.   Næstu færi áttu samt Víkingar, nánar tiltekið Ágúst Eðvald Hlynsson þegar hann hitti ekki markið úr miðjum vítateig.

Víkingar tóku aðeins við sér í byrjun síðari hálfleiks og áttu ágætar sóknir en það gerðu Fylkismenn líka.   Á 68. mínútu bar sókn Víkinga árangur þegar Adam Ægir Pálsson átti netta sendingu þvert fyrir marki Fylkis og Kristall Máni Ingason renndi sér á boltann.  Vel gert.    Víkingar héldu áfram en á 77. mínútu skoraði Orri Sveinn Stefánsson sigurmark Fylkis með skalla eftir horn og harða sókn.  Undir lokin sóttu Víkingar grimmt.

Árbæingar mættu yfirvegaðir til leiks og náðu undirtökunum með þéttri vörn og góðri samvinnu miðju og varnar enda skilaði það stangarskoti, sláarskoti og síðan marki.  Víkingar sem hafa hrellt mörg liðin með miklum sprettum og snörpum sóknum náðu sér fyrir vikið ekki á strik lengi vel.

Fylkir 2:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Víkingur R. fær hornspyrnu Allir fram. Líka Ingvar markmaður.
mbl.is