Spánverjarnir yfirgefa Aftureldingu

Leikmenn Aftureldingar fagna marki.
Leikmenn Aftureldingar fagna marki. mbl.is/Sigurður Unnar

Þrír spænskir knattspyrnumenn sem hafa leikið með Aftureldingu í 1. deild karla á þessu tímabili eru á förum heim og spila ekki meira með liðinu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Aftureldingar.

Tveimur umferðum er ólokið í deildinni en Afturelding siglir þar lygnan sjó í áttunda sætinu og er komið úr allri fallhættu.

Þetta eru markvörðurinnn Jon Tena, varnarmaðurinn Endika Galarza og miðjumaðurinn Alejandro Zambrano.

mbl.is