Markmaðurinn farinn frá Grindavík

Vladan Djogatovic gómar boltann í leik með Grindavík.
Vladan Djogatovic gómar boltann í leik með Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Serbneski markvörðurinn Vladan Djogatovic sem hefur varið mark Grindvíkinga undanfarin tvö ár er farinn heim til sín og verður ekki með í síðustu þremur leikjum liðsins ef keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu verður lokið.

Grindvíkingar skýra frá þessu á samfélagsmiðlum en greina jafnframt frá því að Djogatovic sé væntanlegur aftur til þeirra eftir áramótin og muni leika með þeim áfram á næsta keppnistímabili.

Djogatovic er 35 ára gamall og á langan feril að baki í heimalandi sínu þar sem hann spilaði tæplega 300 deildaleiki áður en hann kom til Grindavíkur.

Það kemur því væntanlega í hlut Maciej Majewski að verja mark Grindvíkinga í síðustu þremur leikjunum, verði Íslandsmótinu lokið, en hann hefur verið varamarkvörður þeirra undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert