Þakklátur íslenskum stjórnvöldum

Pétur Pétursson fer yfir málin með Hlín Eiríksdóttur í leik …
Pétur Pétursson fer yfir málin með Hlín Eiríksdóttur í leik Vals og HJK frá Helsinki á Hlíðarenda í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, á von á mjög erfiðum leik gegn Glasgow City í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu 18. nóvember næstkomandi en leikurinn fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Valur vann þægilegan 3:0-sigur gegn HJK frá Helsinki í 1. umferð keppninnar en Valskonur fengu undanþágu frá íslenskum stjórnvöldum til þess að æfa og undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga í gær.

„Þetta er gott lið og þær eru búnar að vinna skosku deildina undanfarin þrettán ár sem segir manni ýmislegt,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Við erum búin að fá undanþágu frá íslenskum stjórnvöldum og megum því byrja að æfa í kvöld [í gær]. Við þurfum ekki að æfa á neitt sérstaklega óhefðbundinn hátt þannig séð. Við förum eftir öllum sóttvarnareglum eins og alltaf, erum hitamæld fyrir æfingar og klefarnir eru tvískiptir. Við megum æfa spil og með bolta sem er virkilega jákvætt,“ bætti Pétur við.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert