Spænskur framherji til Vestra

Nacho Gil í leik með Vestra gegn Leikni R.
Nacho Gil í leik með Vestra gegn Leikni R. mbl.is/Íris

Knattspyrnufélagið Vestri hefur samið við spænska framherjann Dav­id Fern­and­ez en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Fernandez er 27 ára gamall framherji sem spilaði með Leikni úr Fáskrúðsfirði á síðustu leiktíð en hann spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Leiknismenn féllu úr deildinni.

Fernandez þekkir vel til annars Spánverja sem er á mála hjá Vestra, Nacho Gil, sem framlengdi samning sinn við félagið í dag en þeir léku saman í D-deildinni í heimalandinu.

Þjálf­ar­inn reyndi Bjarni Jó­hanns­son lét af störf­um hjá Vestra í haust og Ísfirðing­ur­inn Heiðar Birn­ir Thor­leifs­son er tek­inn við. 

mbl.is