Guðmunda áfram hjá KR

Guðmunda Brynja Óladóttir í leik gegn Val í sumar.
Guðmunda Brynja Óladóttir í leik gegn Val í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið KR í knattspyrnu, sem féll úr efstu deild nú í haust, hefur samið við þrjá leikmenn um að leika með liðinu í næstefstu deild. 

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Ólafsdóttir verður áfram hjá KR. Hún hefur leikið tvö tímabil með liðinu en lítið varð úr sumrinu hjá henni vegna meiðsla. 

Samkvæmt Fótbolta.net sömdu þær Kristín Erla Ó Johnson og Emilía Ingvadóttir  einnig um að vera áfram hjá KR. Allar þrjár gerðu tveggja ára samninga. 

mbl.is