Dramatískur sigur Keflvíkinga

Natasha Anasi skoraði sigurmarkið.
Natasha Anasi skoraði sigurmarkið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík vann 2:1-sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom í blálokin.

Keflavík komst yfir á 26. mínútu er Ragna Sara Magnúsdóttir skoraði sjálfsmark og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

ÍBV jafnaði strax á 2. mínútu seinni hálfleiks með marki Thelmu Sólar Óðinsdóttur og var staðan 1:1 fram að 89. mínútu, en þá skoraði Natasha Anasi sigurmark Keflvíkinga.

Keflavík er með sex stig eftir þrjá leiki í 1. riðli en ÍBV er án stiga.

mbl.is