Ég vildi ekki koma til Íslands í hjólastól

Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR gegn Fram á …
Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR gegn Fram á sínum tíma. mbl.is/Árni Sæberg

Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason samdi í gær við uppeldisfélag sitt KR og mun leika með liðinu næstu þrjú árin. Hann fékk samningi sínum rift hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg í fyrradag þrátt fyrir að enn séu þrír leikir eftir af B-deildinni.

Kjartan Henry gekk til liðs við Esbjerg frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens 1. febrúar síðastliðinn og gerði stuttan samning sem átti upphaflega að renna út í lok júní á þessu ári. Um síðustu helgi varð það ljóst að Esbjerg ætti ekki lengur möguleika á að komast upp í dönsku úrvalsdeildina og eftir það gerðust hlutirnir hratt þegar Kjartan Henry náði að fá sig lausan fyrr.

„Þetta gekk mjög fljótt fyrir sig hérna úti. Það hefur mikið gerst á fáum dögum en KR-ingar voru búnir að hafa samband við mig fyrir löngu síðan þar sem ég fékk að vita að þegar ég væri tilbúinn að koma heim væri ég velkominn aftur og svo var þetta ekki lengi gert,“ sagði Kjartan Henry í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði það ekki hafa verið inni í myndinni að framlengja samning sinn við Esbjerg. „Nei, ég sendi fjölskylduna heim eftir að ég hætti hjá Horsens og þá var planið að koma heim sjálfur en svo fékk ég þetta tækifæri hjá Esbjerg. Ég er bara tilbúinn og spenntur að koma heim. Ég vildi ekki koma til Íslands í hjólastól, ég vildi koma heim í góðu standi og finnst það mjög spennandi.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert