Leik seinkað vegna vélarbilunar í flugvél

Úr leik ÍR og Fram síðasta sumar.
Úr leik ÍR og Fram síðasta sumar. Arnþór Birkisson

Leikur ÍR og Fjarðabyggðar í 2. deild karla í knattspyrnu átti að hefjast klukkan 14 en seinka þurfti honum vegna vélarbilunar sem kom upp í flugvélinni sem flutti leikmenn Fjarðabyggðar til Reykjavíkur.

Upphaflega stóð stil að seinka leiknum um hálftíma en samkvæmt vefsíðu KSÍ mun leikurinn nú hefjast klukkan 14.45 á Hertz-vellinum í Breiðholti.

Fyrir leikinn er ÍR í 4. sæti deildarinnar með 11 stig eftir sjö leiki á meðan Fjarðabyggð vermir botninn, er í 12. sæti, með 3 stig eftir sex leiki.

mbl.is