Afar dapurt jafntefli í Breiðholtinu

Frá leiknisvellinum í kvöld.
Frá leiknisvellinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sitthvort stigið  er alveg nógu sanngjarnt þegar HK sótti Leikni heim í Breiðholtið í kvöld og leikið var í efstu deild karla í fótbolta því markalaust jafnteflið var ekki mikið fyrir augað.  Það vantaði svo sem ekki að leikmenn væru að hlaupa en hvert og hvers vegna er frekar spurning.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, varnir þéttar og reynda varla nokkuð á þær.  Frekar að gestirnir úr HK sýndu meiri tilþrif í sóknum sínum þegar þeir pressuðu upp að marki Leiknis.  Strax í byrjun síðari hálfleiks átti Ívar Örn Jónsson þrumuskot að marki HK en Guy Smit markvörður Leiknis varði glæsilega.  Síðan tók sama við nema hvað Breiðhyltingar komu framar á völlinn og fóru að pressa meira. 

Meira var í húfi fyrir HK í þessum leik og þeir lögðu sig aðeins betur fram, vörnin þétt og seigir að pressa fram.  Það var samt Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem gaf allt sitt í leikinn, kastaði sér á eftir hverjum bolta.   Leiknismenn voru frekar í að hugsa um hvað þeir gætu misst en hvað þeir gætu fengið, lítið um neista og voru varkárir. 

Eftir þessi úrslit er Leiknir enn í 7. sætinu en gæti misst Fylki eða Stjörnuna fram úr sér síðar í kvöld.  HK aftur á móti er með 14 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. 

Leiknir R. 0:0 HK opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert