Toppliðin spila á sama tíma

Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík spila á sama tíma á …
Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík spila á sama tíma á sunnudaginn kemur. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

FH tekur á móti Breiðablik í 21. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á sunnudaginn.

Leikurinn átti upphaflega að hefjast klukkan 14 en leiktíma hans hefur nú verið breytt og mun hann hefjast klukkan 16:15.

Á sama tíma mætast KR og Víkingur úr Reykjavík á Meistaravöllum í Vesturbæ en Breiðablik og Víkingur heyja harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Aðeins munar tveimur stigum á liðunum fyrir síðustu tvær umferðir deildarinnar en Blikar eru með 44 stig og Víkingar 42 stig.

Allir leikir lokaumferðarinnar hafa og munu fara fram á sama tíma en ákveðið var að breyta tímasetningum í 21. umferðinni vegna baráttu toppliðanna.

mbl.is