Dræm mæting á leikinn í kvöld

Laugardalsvöllurinn verður ekki þétt setinn í kvöld.
Laugardalsvöllurinn verður ekki þétt setinn í kvöld. mbl.isn/Hari

Um tvö þúsund miðar eru seldir á leik Íslands og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld og hefst kl. 18.45.

Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ mega allt að sex þúsund áhorfendur koma saman á vellinum í 21 sóttvarnahólfi.

Útlit er því fyrir að þetta verði minnsta aðsókn á mótsleik hjá karlalandsliðinu um árabil, ef frá eru taldir leikir spilaðir við sóttvarnatakmarkanir síðasta hálfa annað árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert