Glenn næsti þjálfari ÍBV

Johnathan Glenn í leik með ÍBV.
Johnathan Glenn í leik með ÍBV. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Bandaríkjamaðurinn Jonathan Glenn hefur tekið við þjálfun kvennaliðs ÍBV í fótbolta. Glenn þekkir vel til Vestmannaeyja því hann spilaði með karlaliði félagsins sumrin 2014 og 2015 og svo aftur 2019 og 2020.

Glenn hefur einnig leikið með Breiðabliki og Fylki hér á landi og skorað 32 mörk í 82 leikjum í efstu deild.

ÍBV hafnaði í 7. sæti Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Glenn lék á sínum tíma sex landsleiki fyrir Trínidad og Tóbagó. Hann hefur þjálfað yngri flokka ÍBV að undanförnu. 

mbl.is