ÍA og Kórdrengir skoruðu þrjú

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði tvö.
Gísli Laxdal Unnarsson skoraði tvö. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

ÍA og Kórdrengir fögnuðu sigrum í Lengjubikar karla í fótbolta í dag og skoruðu þrjú mörk hvort. ÍA vann 3:1-sigur á Fjölni í riðli 2 í Akraneshöllinni og Kórdrengir unnu 3:0-sigur á Vestra á Domusnova-vellinum í Breiðholti í riðli 3.

Steinar Þorsteinsson og Gísli Laxdal Unnarsson komu ÍA í 2:0 gegn Fjölni í fyrri hálfleik en Baldvin Þór Berndsen minnkaði muninn fyrir hlé. Gísli Laxdal átti hinsvegar lokaorðið þegar hann gulltryggði 3:1-sigur á 65. mínútu.

Daníel Gylfason kom Kórdrengjum yfir gegn Vestra strax á 4. mínútu og Kristófer Reyes og Daði Bergsson bættu við mörkum síðasta korterið. 

ÍA er í toppsæti síns riðils með níu stig eftir fjóra leiki. Kórdrengir eru í öðru sæti í sínum riðli með sjö stig, þremur stigum á eftir toppliði KR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert