Ég stökk upp og vonaði það besta

Freyja Karín Þorvarðardóttir, 18 ára Norðfirðingur, var hetja Þróttar í kvöld þegar hún skoraði sigurmark sinna kvenna gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta, 2:1.

Glæsilegur skalli hennar endaði í netinu og kom Þrótti á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. Freyja sagði það hafa verið góða tilfinningu að sjá boltann í netinu og að fá sigurmarkið mikilvæga.

Freyja sagðist ekkert hafa séð fyrir sér að skora markið þegar boltinn kom fyrir, heldur hefði hún stokkið upp og vonað það besta.  Freyja sagði sigurinn hafa verið verðskuldaðan og að hennar lið hafi verið betri aðilinn þetta kvöldið. 

mbl.is