Flugvélin bilaði og leiknum því seinkað

Þórsarar komust ekki í flug fyrr en seint og um …
Þórsarar komust ekki í flug fyrr en seint og um síðir. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leikur Aftureldingar og Þórs frá Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, átti að hefjast klukkan 19.15 í Mosfellsbæ en seinka þurfti honum vegna bilunar í flugvélinni sem flutti Þórsara frá Akureyri. Nýr leiktími er 20.30.

Frá þessu var greint á twitteraðgangi knattspyrnudeildar Aftureldingar.

Upphaflega var leiknum frestað um hálftíma og átti því að hefjast klukkan 19.45 en flug Þórs frá Akureyri frestaðist svo enn frekar og því hefst leikurinn ekki fyrr en 20.30.

mbl.is