Fyrsti sigur Reynis kom á Grenivík – Þróttur upp í annað sæti

Leikmenn Reynis fagna.
Leikmenn Reynis fagna. Ljósmynd/Reynir Sandgerði

Reynir frá Sandgerði vann sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í fótbolta í sumar er liðið heimsótti Magna á Grenivík í botnslag deildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn heldur betur við í seinni hálfleik því Ingólfur Birnir Þórarinsson og Halldór Mar Einarsson fengu báðir beint rautt spjald hjá Magna með sjö mínútna millibili um miðbik seinni hálfleiks.

Reynismenn nýttu liðsmuninn að lokum því Strahinja Pajic skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og tryggði Sandgerðingum dramatískan sigur.

Þróttur úr Reykjavík fór upp í annað sæti deildarinnar með 3:1-sigri á Knattspyrnufélagi Austfjarða á heimavelli. Felix Hammon kom KFA yfir á 17. mínútu en Miroslav Pushkarov, Sam Hewson og Izaro Sánchez svöruðu fyrir Þrótt.

Þá vann Knattspyrnufélag Fjallabyggðar 3:2-sigur á Víkingi frá Ólafsvík á Ólafsfjarðarvelli. Þorvaldur Daði Jónsson kom KF yfir á 5. mínútu en liðsfélagi hans Aron Elí Kristjánsson fékk beint rautt spjald á 26. mínútu og Brynjar Vilhjálmsson jafnaði fjórum mínútum síðar.

Þrátt fyrir að vera manni færri komst KF aftur yfir á 61. mínútu með marki Julío Fernádes. Bjartur Bjarmi Barkarson jafnaði fyrir Ólafsvíkinga á 80. mínútu úr víti en Atli Snær Stefánsson tryggði KF dramatískan sigur með marki á 88. mínútu.

Staðan:

  1. Njarðvík 22
  2. Þróttur R. 19
  3. Ægir 19
  4. Völsungur 14
  5. Haukar 14
  6. ÍR 11
  7. KF 10
  8. KFA 6
  9. Höttur/Huginn 6
  10. Víkingur Ó. 5
  11. Magni 4
  12. Reynir S. 3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert