Efast ekki um að mér eigi eftir að líða vel

Almarr Ormarsson í leiknum í kvöld.
Almarr Ormarsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Traustason

Almarr Ormarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram í níu ár í kvöld í 1:3 tapi gegn Keflavík í 11. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Keflavík í kvöld. Almarr kom á dögunum til Fram frá Val.

Hvað fannst þér ekki ganga upp í kvöld?

Það var eiginlega of margt sem gekk ekki upp. Mér fannst Keflavík grimmari í alla seinni bolta og klárlega grimmari en við inn í teig, liðsmenn þeirra skora tvö mörk eftir eitthvað klafs. Þeir voru bara miklu meira á tánum og vakandi fyrir boltanum. Svo vorum við kraftlausir fram á við á köflum. Þannig Keflavíkingar voru bara betri en við í dag.“

Almarr er sáttur að vera kominn aftur í Fram en hefði viljað byrja betur

 „Það hefði verið skemmtilegra að byrja endurkomuna á betri leik en það er fínt að vera mættur aftur. Mér leið alltaf vel í Fram og ég efast ekki um að mér eigi eftir að líða vel hér áfram. Það er komin frábær aðstæða, stúka og allt er til fyrirmyndar á nýja Framvellinum. Félagið er aftur á uppleið eftir nokkur erfið ár þannig ég er spenntur fyrir komandi tímum á að mínu mati einum flottasta velli landsins. 

Næsti leikur Fram er gegn FH á nýja Framvellinum.

„Við verðum að mæta brjálaðir til leiks og gera betur í þeim leik en í dag. FH er svona lið sem er aðeins að reyna að finna taktinn eftir erfiða byrjun. Liðið er komið með nýjan þjálfara og allt það og er á uppleið en við verðum að mæta þeim á fullu og viljum að sjálfsögðu vinna alla heimaleiki,“ sagði Almarr að lokum í samtali við mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert